23.5.2012 | 16:56
Áríðandi að málflutningur sé réttur og vandaður
Við lestur á frétt um erindi Rúnars Halldórssonar, félagsráðgjafa um upplifun hans af "Bestu útihátíðinni" sem haldin var síðasta sumar fannst mér nauðsynlegt að koma að örlitlum ábendingum. Rúnar virðist hafa fjallað um sveitarfélagið sem leyfisveitanda. Sveitarfélög eru ekki leyfisveitendur í þessum tilfellum nema þau leigi land undir viðkomandi atburð en þá nær leyfisveiting þeirra eingöngu til þess að nota megi tiltekið land ef leyfi fást fyrir viðkomandi atburði. Sýslumenn eða lögreglustjórar veita leyfin en fá umsagnir frá sveitarstjórnum og fleiri aðilum. Í þessu tilfelli gerði sveitarstjórnin kröfu um að fyllsta öryggis mótsgesta yrði gætt í hvívetna auk þess að allar eðlilegar reglur um útivist og aldursmörk yrðu virt. Þegar umsögnin var veitt var sveitarstjórnin fullvissuð um að allt myndi verða gert af hálfu mótshaldara, lögreglu og annarra viðbragðsaðila til þess að farið yrði eftir ströngustu kröfum um aldur mótsgesta og öryggis þeirra. Sjálfur var ég í "Bestu vegahátíðinni", þ.e. ég var á veginum þar sem umferðin stöðvaðist nánast í þrjár klst. í upphafi hátíðarinnar vegna þess hversu aðsóknin var mikil. Ekki fór hjá því að við þessi fullorðnu sem ekki vorum á leiðinni á hátíðina sæjum unga fólkið sem var á leið þangað. Það var mikið fjör og bjórinn kneifaður nokkuð stíft. Engin börn á aldrinum 12 - 13 ára voru sjáanleg í þeim hópum. Ég bý á Hellu og var heima við alla þessa helgi. Engin drukkin börn á aldrinum 12 - 13 ára sá ég alla helgina enda hefðu bæði ég og aðrir brugðist hart við slíku. Ég sá glaðvær ungmenni á leið til og frá verslunum og veitingastöðum. Viskí hef ég reyndar ekki séð hjá ungmennum sem eru að skemmta sér í nokkra áratugi. Bjór, Breezer og álíka er það sem þau sjást hafa um hönd. Frásögn Rúnars er að þessu leyti afar framandi fyrir mig sem þó horfði á atburðina um leið og þeir voru að gerast. Sjálfsagt er og rétt að taka vel á þessum atriðum öllum, tryggja öryggi allra mótsgesta, tryggja að engin börn undir 18 ára aldri séu með og að löggæsla og önnur gæsla sé í hámarki. Nauðsynlegt er að nálgast þessi mál út frá staðreyndum í öllum tilfellum, þá náum við bestum árangri að mínu mati.
Guttar veifandi viskípelum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Löggæsla | Breytt 24.5.2012 kl. 00:55 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers eiga krakkar að gjalda frá lok grunnskóla þar til þau ná 18 ára.
Þau eru staðfastlega lokuð úti frá öllum skemmtunum og samkomum, þau eru því þvinguð til að finna sér sínar eigin skemmtanir eftirlitslausar í heimahúsum þar sem auðvelt er að prufa sig áfram með vín og eiturlyf.
Mikið nær að leyfa þeim að vera með.
Teitur Haraldsson, 24.5.2012 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.