Skert lýsing - skert umferðaröryggi?

Vegagerðin er að skerða lýsingu á Reykjanesbrautinni um helming. Þetta gamla baráttumál Suðurnesjafólks og annarra sem þurfa að aka Reykjanesbrautina er þar með endurvakið með því að stofnunin ætlar að ganga gegn fyrri ákvörðunum sem reyndar voru teknar í hennar óþökk. Vegagerðin hefur almennt verið á móti því að lýsa upp þjóðvegi utan þéttbýlis þó aldrei hafi verið hægt að rökstyðja það með öðru en að ljósastaurarnir sjálfir kunni að valda hættu við útafakstur og að "sumum" þyki óþægilegt að aka á upplýstum vegum. Ég hef reynslu af því að aka bæði á upplýstum vegum og óupplýstum í yfir 40 ár og þarf ekki neinna vitna við um það að upplýstir vegakaflar eru margfallt öruggari og þægilegri til aksturs við hvaða skilyrði sem er. Í skafrenningi er t.d. hægt að sjá útlínur vega og hvort einhverjar hindranir svo sem aðrir bílar séu á veginum ef lýsing er á viðkomandi stað. Það kostar að lýsa upp þjóðvegi utan þéttbýlis en hvað kosta slys á fólki og tjón á ökutækjum? Þarf ekki að reyna að ná einhverri sátt um þetta, jafnvel þó hart sé í ári um þessar mundir?
mbl.is Dimmir yfir Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðuleg ráðstöfun !

Öll þessi orka og ekki hægt að lýsa um einn fjölfarnasta veg landsins.

Svei landsherrum ! sparið í utanríkisþjónustu og risnu !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:46

2 identicon

Enginn þörf á að hafa ljósastauranna. og vegna þess hversu langt bil er á milli akreinanna til keflavíkur og reykjavíukur þá er hægt að keyra með háu ljósin alla leið án þess að maður fái blikk á móti sér. sé að ansi margir sem eru að aka til reykjavíkur keyra með háu ljósin alla leiðina

Gísli.R (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 13:01

3 identicon

Sæll Guðmundur.

Smá athugasemd, upplýstir vegir eru ekki endilega öruggari en óupplýstir. Til dæmis var ekki hægt að sýna fram á fækkun slysa eða aukið umferðaröryggi á Reykjanesbrautinni þegar hún var upplýst eins og sjá má í 7. kafla skýrslu vegagerðarinnar um þetta efni: Lýsing þjóðvega utan þéttbýlis.

Um þægindi lýsingarinnar deila fáir. Spurningin sem þá stendur eftir er hvort þægindin séu peninganna virði, eða hvort þeir nýtist betur annarsstaðar.

Bestu kveðjur,

Þórir Már

Þórir Már Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 13:28

4 identicon

Það eru engar heimildir fyrir að lýsing vega í dreifbýli auki umferðaröryggi og því er erfitt að réttlæta að nota fleiri milljónir á ári til að friðþægja fólki sem finnst "þægilegra" að aka á upplýstum vegum.

Bý sjálfur í Danmörku og hér dettur ekki nokkrum einasta manni í hug að fara fram á að upplýsa hraðbrautirnar þrátt fyrir að umferðin á þeim sé margföld á við umferðina um Reykjanesbrautina.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Höfundur

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Verkefnisstjóri
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband