Framsetning frétta í fréttatímum Ríkisútvarpsins getur verið gagnrýniverð

Auðvelt er að skilja það að bæjarstjóranum í Kópavogi hafi brugðið við þegar gefið var í skyn í inngangi fréttar um skuldastöðu 3ja sveitarfélaga að þau væru að brjóta lög. Í sjálfu sér er hægt að standa á því að þessi sveitarfélög og reyndar mörg önnur, uppfylli ekki ákvæðin um að hlutfall skulda af tekjum megi ekki vera hærra en 150%. Því var sleppt í innganginum að í lögunum er einnig gefinn 10 ára aðlögunartími fyrir sveitarfélög til þess að uppfylla þetta ákvæði þannig að ekki er um nein lögbrot að ræða ennþá. Þetta og fleira kom fram í fréttinni þannig að Ríkisútvarpið myndi væntanlega "standa við fréttina" eins og algengt er á þeim bæ að segja. Það skiptir mjög miklu máli að inngangur frétta á ljósvakamiðlum sé hlutlægur og réttur. Framsetning eins og Ríkisútvarpið viðhafði í þessari frétt er algengur og spyrja má hver sé tilgangurinn? Ef engu hefði verið hallað á sveitarfélögin hefði komið fram strax í innganginum að ekki væri um lögbrot þessara sveitarfélaga að ræða ennþá, en að hlutfall skuldanna væri yfir þeim mörkum sem lögin stefna á að muni nást innan tíu ára. Getur verið að þá hefði ekki verið spennandi að segja fréttina? Hefði broddurinn farið úr? Getur verið að frekar sé reynt að senda spjót í síðu þeirra sem fjallað er um frekar en að fara nákvæmar með málefnin? Ég veit það ekki, en framsetning af þessu tagi er nokkuð algeng. Þetta er gjarnan gert með þessum hætti, þ.e. inngangurinn er þannig að undan svíður en svo koma fram atriði í fréttinni sem draga allan broddinn úr innganginum. Gallinn er sá, að þá er allstór hluti hlustenda ekki lengur með athyglina á fréttinni og innihaldið fer fyrir ofan garð og neðan og aðeins situr eftir skekkt mynd af málefninu. Skyldi þetta nokkuð vera gert meðvitað?
mbl.is Erum ekki að brjóta lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Höfundur

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Verkefnisstjóri
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband