Þarf að breyta fjárhagsáætlunum allra sveitarfélaga með of háa skuldastöðu?

Í þessari frétt er það talið sjálfgefið, að því er virðist, að öll sveitarfélög sem eru með heildarskuldastöðu yfir 150% af áætluðum tekjum ársins, þurfi að breyta fjárhagsáætlunum sínum. Þetta kann að eiga við einhver þeirra, en önnur hljóta að hafa gert áætlanir með það fyrir augum að ná skuldastöðu sinni niður á því tíu ára tímabili sem gefið er til þess í nýjum sveitarstjórnarlögum. Öllum eiga að vera kunn ákvæði laganna og að þau hafa tekið gildi. Hluti þessara sveitarfélaga er þegar með áætlanir um að skuldastaðan verði komin inn undir þetta þak löngu áður en tíu ára aðlögunartímabilið er liðið. Þau sveitarfélög þurfa væntanlega ekki að breyta fjárhagsáætlunum sínum. Þau þurfa hins vegar að árétta áætlanir sínar við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og hugsanlega að gera nánari grein fyrir þeim. Blaðamönnum kann að vera nokkur vorkunn í túlkum á því sem frá eftirlitsnefndinni kemur, því það er ekki ætíð auðlesið af texta bréfanna að þessi aðlögun eigi að gerast á tíu árum en ekki þegar í stað. Til þess að átta sig á þessu þarf að lesa bréf nefndarinnar í heild og þekkja til ákvæða sveitarstjórnarlaganna. Það væri mikill kostur ef einhverjir fjölmiðlar hefðu fréttamenn með sérþekkingu í málefnum sveitarfélaga. Umfjöllun um málefni þeirra yrði þá væntanlega mun markvissari en nú er. Þó má alls ekki skilja þessi orð þannig að allt sé brenglað sem í fjölmiðlum stendur um málefni sveitarfélaga. Margt er gott en alltaf má bæta.
mbl.is Þurfa að endurskoða fjárhagsáætlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Höfundur

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Verkefnisstjóri
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband