29.12.2013 | 14:33
Hægt að eyða milljörðum í að fá erlenda ferðamenn til landsins en ekkert til í buddunni til þess að halda helstu vegum færum!
Nýliðið haust hefur verið heldur misviðrasamt og færð á vegum hefur spillst með stuttu millibili. Í fréttum hafa verið fregnir af útafakstri bæði lítilla bíla og hópferðabíla. Ástæðan nánast alltaf flughálka og vindkviður. Vegir að helstu ferðamannastöðum sunnanlands svo sem Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og Suðurströnd hafa aðeins fimm daga þjónustu hjá Vegagerðinni og því treðst allur snjór á þessum vegum niður í klaka. Svo þiðnar á milli og þá verður snjórinn að blautum flughálum klaka. Við getum eytt milljörðum í kynningarherferðir um allan heim til þess að lokka fleira og fleira fólk til þess að koma til landsins á öllum árstímum en við getum ekki sett fé í það hjá Vegagerðinni að halda þessum helstu ferðamannavegum öruggum til aksturs. Farið er með hundruð ferðamanna á þessa vegi á degi hverjum og þeir eru allir í lífshættu þegar aðstæður eru með þeim hætti sem verið hefur undanfarnar vikur. Það er ekki samhljómur í þessu og taka þarf umræðu um það með hvaða hætti er hægt að bæta úr þessu vandræðaástandi. Það er ekki nóg að brýna fyrir okkur að aka varlega og eftir aðstæðum og gera svo grín að vitlausu erlendu ferðamönnunum sem álpast út á ófæra vegi. Við þurfum að taka meiri ábyrgð á þessu ástandi og bregðast við með alvöru aðgerðum sem tryggja öryggi ferðalanganna hvort sem þeir ferðast á eigin vegum eða í hópferðabifreiðum.
Víkja lítið frá snjómokstursáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.