4.9.2012 | 10:37
Er verið að þrengja um of að heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni ?
Í frétt um fjárhagsörðugleika Heilbrigðisstofnunar Austurlands kristallast að mörgu leyti vandi æði margra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Þeim er ætlað að halda úti þjónustu og áhersla er lögð á að skera ekki svo niður að íbúar kveinki sér sáran. Velferðarráðuneytið lýsir sig gjarnan saklaust af því þegar þjónusta er skert og lætur stjórnendum það eftir að standa frammi fyrir sársaukafullum ákvörðunum. Í mörgum tilfellum er hreinlega ekki hægt að skera niður eins og allt of naumar fjárveitingar krefjast. Þá verður til hallarekstur og viðkomandi stjórnendur sitja uppi með vandann og aðfinnslur frá Ríkisendurskoðun. Það er nauðsynlegt við gerð fjárlaga og veitingu fjárheimilda að ráðuneyti og pólitískir fulltrúar (sem eru kjörnir til þess að taka ákvarðanir og standa ábyrgir fyrir þeim) ákveði heimildarnar í samræmi við þá þjónustu sem krafist er að veitt verði. Annað er skollaleikur sem ekki gengur upp.
Fjármögnuðu rekstur með yfirdrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.